logo

Tuesday 20th of August 2019

Innskráning
feed-image Feed Entries
Velkomin á heimasíðu Lundar
Skreytingameistarar Lundar
Miðvikudagur, 09. september 2015 13:57

Lundur fékk í ár viðurkenningu fyrir frumlegustu skreytingarnar á töðugjöldunum. Verðlaunin 

voru þessi veglega ísterta frá Kjörís. Takk fyrir :)

skreytingameistarar (2) skreytingameistarar (3)

Nánar...
 
Töðugjöld 2015
Miðvikudagur, 19. ágúst 2015 15:53

Lundur tók að sjálfsögðu þátt skreytingum vegna Töðugjalda og fékk fyrir vikið verðlaun fyrir frumlegustu skreytingina. Í verðlaun var ísveisla frá Kjörís sem til stendur að íbúar og starfsfólk njóti þegar grillað verður í næstu viku.

...Rapid Gallery Loading...

 
Heimsókn í Fljótshlíðina
Laugardagur, 13. júní 2015 16:43

Fórum í bíltúr í Fljótshlíðina í dásamlega fallegi sumarveðri.

Heimsóttum Gylfa, bróðir hennar Estherar okkar, og hans fjölskyldu

á gróðrastöðinni þeirra í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. 

Gróðrastöðin var stútfull af fallegum litríkum sumarblómum og þegar við fórum heim

var skottið á Lundarbílnum fullt af blómum og ilmurinn dásamlegur í bílnum. 

Stoppuðum á Hvolsvelli til að fá okkur ís og kæla okkur aðeins niður.  Dásamlegur dagur.

blomaferd (3) blomaferd (4)
blomaferd (2) blomaferd (1)

 

 
Væntumþykja í verki Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir   
Fimmtudagur, 04. júní 2015 11:47

Lundur er nú að innleiða nýtt verkefni sem ber heitið "Væntumþykja í verki" sem gengur út á aukna hreyfingu og bætta heilsu íbúa með aðstoð ættinga og vina. Laugardaginn 6. júní áður en garðveislan hefst verður fyrirlestur í matsal Lundar þar sem verkefnið verður kynnt fyrir aðstandendum. Hjördís Brynjarsdóttir sjúkraþjálfari og umsjónarmaður verkefnisins verður með kynninguna. Sjáumst vonandi sem flest. ;)

 
Garðpartý
Skrifað af: Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir   
Fimmtudagur, 04. júní 2015 08:03

Laugardaginn 6. júní verður garðveisla á Lundi frá kl. 15-17. Við fáum tónlistaratriði, seldar verða grillaðar pylsur og auðvitað er von á góðu veðri :) Allir vinir og vandamenn velkomnir til að gleðjast með okkur. Til stendur að hafa þetta árlegt og eru allar hugmyndir vel þegnar af skemmtilegum uppákomum.

 

...Rapid Gallery Loading...

 
« FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta »

Síða 4 af 27

Gestir

Það eru 30 gestir á síðunni núna


Joomla Template Download From Joomlatp.com Designed by: Free Joomla 1.5 Theme, ftp account. Valid XHTML and CSS.