logo

Thursday 19th of September 2019

Innskráning
feed-image Feed Entries
Velkomin á heimasíðu Lundar
GARÐVEISLA
Skrifað af: Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir   
Fimmtudagur, 04. júní 2015 08:09

Laugardaginn 6. júní verður garðveisla á Lundir frá kl. 15-17. Í boði verður tónlistaratriði, gott veður og seldar verða grillaðar pylsur á vægu verði af starfsmannafélaginu. Við vonumst til að þetta verði árlegur viðburður og allar hugmyndar um uppákomur eru vel þegnar. Allir vinir og vandamenn eru velkomnir í garðveisluna!

Til undirbúnings fyrir garðveisluna og sumarið mætti starfsfólk og tók til hendinni í garðinum og á pallinum

...Rapid Gallery Loading...

 

Síðast uppfært: Mánudagur, 08. júní 2015 22:58
 
Viðurkenningar á starfsmannafundi maí 2015
Skrifað af: Svava Jensdóttir   
Þriðjudagur, 19. maí 2015 23:56

Á starfsmannafundi sem haldinn var þriðjudaginn 19. maí voru veittar viðurkenningar

Sigríður Kristmundsdóttir félagsliði er búin að starfa á Lundi í 10 ár og fékk viðurkenningu fyrir það.

sigga-litil

 (Á myndinni eru Sigríður Kristumundsdóttir og Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir hjúkrunarforstjóri)

 

 

7 starfsmenn voru með 100% mætingu síðastliðið ár og fengu glaðning vegna þess

maeting-litil

 (Á myndinni eru frá vinstri Petrína, Anna, Svava, Bryndís, Inger, Maja og Kristín L.)

 
100 ára afmæli

Þann 15. maí 2015 fagnaði elsti íbúi Lundar Guðmundur Indriðason 100 ára afmæli sínu.

Fjölskylda Guðmundar hélt af því tilefni afmælisveislu honum til heiðurs á Lundi.

Guðmundur og Jónína kona hans bjuggu lengst af á Lindabrekku í Biskupstungum

en búa nú bæði á Lundi. 

Innilega til hamingju með daginn!!

11225891 10206927451253330 106396581 n 11281905 10152734691830755 1287464429 n

...Rapid Gallery Loading...

 
Sumardagurinn fyrsti
Skrifað af: Svava Jensdóttir   

Á sumardaginn fyrsta komu 30-40 félagar úr hestamannafélaginu Geysi ríðandi

að Lundi stigu þar af baki, sungu og leyfðu fólki að klappa hestunum.

Guðmundur Siggi
 hópurinn

 

 
Páskabingó

Þriðjudaginn 31. mars hélt kvenfélag Oddakirkju páskabingó á Lundi

...Rapid Gallery Loading...

 
« FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta »

Síða 5 af 27

Gestir

Það eru 8 gestir á síðunni núna


Joomla Template Download From Joomlatp.com Designed by: Free Joomla 1.5 Theme, ftp account. Valid XHTML and CSS.