logo

Thursday 19th of September 2019

Innskráning
feed-image Feed Entries
Velkomin á heimasíðu Lundar
Nýr göngustígur
Miðvikudagur, 24. september 2014 11:20

Um daginn var búinn til nýr göngustígur kringum húsið og var það malbikunarstöðin Höfði sem annaðist verkið

 

...Rapid Gallery Loading...

 
Ferð til Vestmannaeyja
Föstudagur, 12. september 2014 14:04

Í vikunni fóru nokkrir íbúar Lundar í dagsferð til Vestmannaeyja með ferjunni Baldri sem siglir nú í stað Herjólfs.

Tilgangur ferðarinnar var að fræðast um Vestmannaeyjar og skoða nýja eldgosa safnið Eldheima.

Á Eldheimum var snæddu léttur hádegisverður og safnstjórinn Kristín tók vel á móti hópnum og leiddi hann í gegnum safnið.

Ferðin heppnaðist frábærlega og allir komu heim sáttir og sælir. Starfsfólk ferjunnar Baldurs sýndi okkur einstaka þjónustulund

og hjálpuðu okkur samviskusamlega að koma öllum um borð. 

...Rapid Gallery Loading...

 
Kartöflurækt
Fimmtudagur, 11. september 2014 11:10

Í sumar var prófað að setja niður smávegis af kartöflum og hér er verið að athuga uppskeruna

IMG 3464 IMG 3455

 
Námsferð til Brighton
Miðvikudagur, 03. september 2014 15:31

Starfsfólk Lundar heimsótti nýlega hjúkrunarheimili í Brighton í Englandi. Markmið ferðarinnar var að skoða nýbyggt lúxus hjúkrunarheimili og hjúkrunarheimili sem starfar eftir Eden hugmyndafræðinni og safna hugmyndum til að bæta aðbúnað íbúa á Lundi. Hjúkrunarheimilið Maycroft Manor var tekið í notkun í desember 2013 og var búið öllum þeim þægindum sem nútímahjúkrunarheimili þarfnast og fengust fullt af góðum hugmyndum. Hitt hjúkrunarheimilið Mount Ephraim House í Kent sem er í um klukkutíma akstur frá Brighton var byggt árið 1606 og þar var lögð mikil áhersla á innra starf þar sem stuðst er við Eden hugmyndafræðina og auka þar með lífsgæði íbúana. Í framhaldi af ferðinni verður vinnufundur þar sem allir koma saman og setja fram hugmyndir sem geta nýst á Lundi.

Ferðin tókst vel í alla staði en hún var farin á vegum starfsmannafélags sem staðið hafði fyrir söfnun í nokkur ár. Starfsmannafélagið þakkar öllum þeim sem styrkt hafa sjóðinn.

 

 Starfsfólk Lundar

...Rapid Gallery Loading...

 
Viðbygging við Lund, samningur og skóflustunga
Miðvikudagur, 03. september 2014 15:00

Þann 11. september n.k. er merkum áfanga náð við Hjúkrunarheimilið Lund en þá verður samningur undirritaður milli sveitarfélags og ríkis um viðbyggingu við Lund. Sú stefna og markmið að allir íbúar geti búið á einbýli er loksins að verða að veruleika. Viðbyggingin er 627 fermetrar að stærð með 8 rúmgóðum herbergjum. Með viðbyggingunni verður sex tvíbýlum eytt og tvö ný rými verða til. Undirritun samningsins verður kl. 16 þennan dag þegar Kristján Þór Júlíusson velferðarráðherra kemur á Lund. Fyrsta skóflustunga að viðbyggingunni verður tekin strax á eftir undirrituninni.  

Myndin var tekin af Eydísi Indriðadóttir þáv. oddvita Ásahrepps, Guðbjarti Hannessyni

þáverandi heilbrigðisráðherra og Drífu Hjartardóttir þáverandi sveitarstjóra Rangárþings ytra,

við undirritun viljayfirlýsingar vegna viðbyggingarinnar 2013

 
« FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta »

Síða 10 af 27

Gestir

Það eru 7 gestir á síðunni núna


Joomla Template Download From Joomlatp.com Designed by: Free Joomla 1.5 Theme, ftp account. Valid XHTML and CSS.