Húsnæði
Lundur er á tveimur hæðum. Híbýli heimilismanna, matsalur og eldhús eru á fyrstu hæð, stoðdeildir, hárgreiðslustofa, sjúkraþjálfun, iðjustofa og kapella eru á jarðhæð.
Híbýli heimilismanna skiptast á þrjár einingar eða deildir.
Birkilundur: Elsti hlutinn Birkilundur var tekinn í notkun 1977 skiptist í 17 einstaklingsherbergi með sérsnyrtingu og eitt sameiginlegt baðherbergi með baðkari og sturtuaðstöðu. Sameiginleg setustofa tilheyrir þessum hluta en þar er sjónvarp, dagblöð og kaffi fyrir íbúa og aðstandendur.
Furulundur: Deild sem tekin var í notkun 1994 þá með 6 herbergjum sem öll voru tvíbýli. Í dag eru þetta 6 einbýli með góðri salernis og sturtuaðstöðu. Á deildinni er eitt herbergi fyrir hvíldarinnlagnir, setustofa og vinnuherbergi starfsfólks.
Eikarlundur: Nýjasta deildin á Lundin var tekin í notkun í febrúar 2017 er með einstaklingsherbergi fyrir 8 íbúa, eldhús, sjúkrabað og setustofu. Deildin er vel búin og býður uppá rólegt og gott umhverfi
Á öllum deildum er reynt að hafa umhverfið hlýlegt og heimilislegt til að stuðla að sem bestri líðan íbúa, aðstandenda og starfsfólks.
Eldhús
Stórt og fullkomið eldhús er á Lundi. Lögð er áhersla á fjölbreytt og næringarríkt fæði, ávallt er tekið mið af ástandi heimilisfólks þegar það á við, t.d. sérfæði fyrir sykursjúka, nýrnabilaða, fólk með kyngingarörðugleika ofl.
Flestir borða saman í sameiginlegum matsal, rúmgóðum og björtum.
Í matsalnum fara fram allar stærri samkomur, veislur, þorrablót og þess háttar. Þar er einnig sjónvarpsskjár fyrir námskeið og fyrirlestra.
Iðjustofa
Stór og björt iðjustofa er á jarðhæðinni þar sem aðstaða er fyrir hvers kyns iðju.
Hár- og fótsnyrting
Á jarðhæðinni er einnig sérstök hárgreiðslu- og fótsnyrtistofa. Reglulega koma fagmenn til að sinna þessari þjónustu.
Kapella
Kapellan var vígð 8. desember 2002 en þar fara m.a. fram guðþjónustur og kistulagningar. Kapellan er einnig öllum opin alltaf.
Sálgæsla: Sóknarprestur kemur á Lund öðru hvoru og er með íbúum. Hægt er að fá viðtöl við prest eða hjúkrunarfræðinga hvenær sem þörf er á.
Skrifstofa
Á Lundi er skrifstofa þar sem forstöðumaður hefur aðstöðu og þar fer fram allt sem kemur að daglegum rekstri. Bókhalds og launaþjónusta fer fram utan stofnunar og er nú keypt af KPMG.
Húsvörður
Verktakar sjá um viðhald á Lundi og akstur með íbúa eftir þörfum.
Reykingar
Reykingar eru ekki leyfðar á Lundi. Samkvæmt lögum er starfsfólki og gestum ekki heimilt að reykja á heimilinu né á lóð þess.
Af öryggisástæðum er ekki hægt að leyfa reykingar inni á herbergjum heimilisfólks.