Skip to content
Menu
Hjúkrunarheimilið Lundur
  • Forsíða
  • Lundur
    • Stjórn Lundar
    • Starfsemi
    • Hugmyndafræði
    • Húsnæði
    • Saga og þróun
  • Þjónusta
    • Hjúkrun
    • Læknisþjónusta
    • Sjúkraþjálfun
    • Iðjustofa
    • Helgihald
    • Dagvist
    • Heimsent
  • Gjafasjóður
  • Stefnumótun
    • Fræðsla
  • Tenglar
  • Umsókn um starf
Hjúkrunarheimilið Lundur

Stefnumótun

Starfsmannastefna

Stefnt er að á hverjum tíma að hafa yfir að ráða hæfu starfsfólki, sem sinnir starfi sínu af trúmennsku og virðingu fyrir skjólstæðingum sínum og samstarfsfólki. Við hér á Lundi teljum þjónustu við skjólstæðinga okkar best borgið með því að þroska liðsheildina og að starfsfólkið vinni saman sem eitt teymi að settu markmiði, hvort heldur sem er innan hverrar deildar eða sem ein heild. 

Starfsmannastefna Lundar felur í sér að þróa samvinnu að ákveðnu marki og á þeirri leið verður leitast við að fara bestu leiðina, ekki endilega “mína leið eða þína”, þannig verður stuðlað að því að allir vinni saman. Lögð er áhersla á að mynda traust á milli starfsfólks og virðingu fyrir viðhorfum annarra. 

Starfsmannastefna Lundar felur í sér stuðning við starfsfólk sitt með starfsmannaviðtölum. Stefnt skal að slíkum viðtölum a.m.k. einu sinni á ári og oftar ef þurfa þykir. Við ráðningu verður lögð áhersla á aðlögun starfsmanna með sérstöku aðlögunarferli þar sem leitast verður við að stilla saman strengi þá sem heimilið stendur fyrir og framlag hins nýja starfsmanns til þjónustunnar.

Starfsmannastefna Lundar miðar að því að upplýsa starfsfólk um mikilvægi þess að forðast kulnun í starfi með því að efla fræðslu meðal þess og vísa í ábyrgð einstaklinga á eigin líðan og lífi. 

Á fjölmennum vinnustað eins og Lundi er okkar helsti auður mannauðurinn. Lykilatriði er að starfsfólki líði vel í starfi, fái tækifæri til að njóta sín og leggja sitt af mörkum til að bæta þjónustuna. Stöðugleiki er því mikilvægur og að tekið sé vel á móti nýju starfsfólki. Starfslýsingar liggja fyrir um öll störf á Lundi, ásamt starfsaðlögunarferli í starfsmannahandbók. 

Lögð er áhersla á mikilvægi þess að starfsfólk virði siðareglur starfstétta og trúnað gagnvart íbúum og aðstandendum.

Jafnréttisstefna

Á Lundi er markmið að stuðla að jafnrétti kynjanna, jafnri stöðu og gagnkvæmri virðingu kvenna og karla. Mikilvægt er að nýta þá auðlegð til jafns sem felst í reynslu, viðhorfum og menntun starfsfólks af mismunandi kyni. 

• Starfsvettvangur: Í atvinnuauglýsingum Lundar skal koma fram að starfsvettvangur henti báðum kynjum og að störf flokkist ekki í kvenna- og karlastörf. Í öllu starfi Lundar verður unnið gegn viðhorfum sem leiða til aðstöðumunar kvenna og karla í þjóðfélaginu. 

• Kjaramál: Launakjör ófaglærðra starfsmanna á Lundi eru skv. kjarasamningi Launanefndar sveitafélaga og Starfsgreinasambands Íslands. Ekki eru gerðar undantekningar frá samningi og einstaklingar af gagnstæðu kyni á sama aldri og með sömu menntun fá greidd sömu laun í öllum tilfellum. Einnig skulu þeir njóta sömu kjara hvað varðar lífeyris-, orlofs- og veikindarétt, sbr. 14. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000. 

• Úthlutun verkefna, staða og tækifæra: Á Lundi verði þess gætt við úthlutun verkefna, staða og tækifæra til að axla ábyrgð að einstaklingum sé ekki mismunað á grundvelli kynferðis. 

• Starfsþjálfun og endurmenntun starfmanna af báðum kynjum skal vera sú sama og öllum gefinn jafn réttur til að sækja námskeið og fyrirlestra til að auka hæfni í sarfi. 

• Kynferðisleg áreitni: Samkvæmt 17. grein laga um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla nr.96/2000 þurfa: Atvinnurekendur og yfirmenn stofnana að gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar verði fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað. Skilgreining á kynferðislegri áreitni er samkvæmt lögunum: Hegðun sem er ósanngjörn og/eða móðgandi og í óþökk þess sem fyrir henni verður, hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess eða þeirra sem fyrir henni verða og er haldið áfram þrátt fyrir að gefið sé skýrt í skyn að hegðunin sé óvelkomin. Kynferðisleg áreitni getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn. Yfirmenn Lundar bera ábyrgð á því að starfsmenn þekki starfsmannastefnu stofnunarinnar og fylgi henni. Einnig munu yfirmenn Lundar bregðast við ef starfsmenn fylgja ekki stefnunni. 

• Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs (fjölskyldustefna): Leitast er við að gera starfsfólki kleift að samræma starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyldu með sveigjanlegum vinnutíma, hlutastörfum eða annarri vinnuhagræðingu, eftir því sem við verður komið. Lundur hefur það markmið að efla fjölskyldur í nútímasamfélagi sem er liður í því að auka ánægju starfsmanna. Ánægt starfsfólk skilar betri starfsanda og árangursríkara starfi. 

Lundur leitast við að jafnvægi ríki milli fjölskydulífs og atvinnu með því að gefa starfsmönnum kost á sveigjanlegum vinnutíma eða annarri hagræðingu á vinnutíma þar sem því verður við komið.

  • Lundur býður fjölskyldum starfsfólks til matar á sérstökum dögum, s.s. skötuveislu á Þorláksmessu, þorramat, aðfangadag og gamlárskvöld og eru slíkar uppákomur auglýstar sérstaklega. Lundur leitast við að taka tillit til breytinga á persónulegum högum starfsfólks.
  • Starfsfólki Lundar er heimilt að taka með sér börn sín í vinnuna þegar sérstaklega stendur á og í samráði við yfirmann sinn, svo fremi sem það hafi ekki truflandi áhrif á þjónustu við íbúa.
  • Lundur styður við fjölskylduvænar skemmtanir á vegum starfsmannafélagsins.

Heilsueflingarstefna

Markmið Lundar er að stuðla að heilsueflingu starfsmanna sinna. Reynslan hefur sýnt okkur að þeir sem stunda heilsueflingu af einhverju tagi líður betur bæði andlega og líkamlega og eiga því auðveldara með að takast á við hin ýmsu störf. Leitast er við að skapa starfsfólki umhverfi og aðstæður sem gera fólki kleift að auka hreysti og efla vitund og vilja til að viðhalda heilbrigði.

  • Lundur stendur reglulega fyrir fræðslu um vinnustellingar og aðgerðir til að efla heilsu. Hönnun hjúkrunardeildar og val á tækjabúnaði tekur mið af vinnuverndarsjónarmiðum og til að fyrirbyggja álagseinkenni og stoðkerfisvandamál.
  • Starfsmenn geta reglulega fengið mældan blóðþrýsting og blóðsykur ásamt öðrum mælingum sem til falla. Stefnt er að því á vormánuðum hvers árs að tileinka einn mánuð heilsueflingu og auglýsa þá ýmis konar heilsufarsmælingar ásamt fræðslu sem styður við fólk í krefjandi starfi.
  • Lundur býður starfsfólki sínu upp á bólusetningar gegn flensu á haustin.
  • Starfsmannastefna Lundar styður virka þátttöku starfsfólks í heilsueflingu og er því boðið upp á að nýta sér tæki til líkamsræktar í sal sjúkraþjálfunar í því skyni.

Leitast er við að hvetja starfandi gönguhópa.

Hvar erum við

Heimilisfang:

  • Lundur við Seltún
  • 850 Hella

Símar

  • Sími: 487-5993
  • Fax: 487-5573

Tölvupóstur

  • lundur(hja)hellu.is
  • lilja(hja)hellu.is

Við erum einnig á: Facebook logo

©2023 Hjúkrunarheimilið Lundur | Powered by WordPress and Superb Themes!