Til að viðhalda þekkingu og áhuga starfsfólks á störfum sínum og starfsumhverfi er símenntun mikilvæg. Á Lundi eru reglulegir fræðslufundir fyrir starfsfólk, um er að ræða bæði utanaðkomandi fyrirlesara og svo hafa hjúkrunarfræðingar stofnunarinnar sinnt fræðslu til starfsfólks.
Lögð hefur verið áhersla á eftirfarandi fræðslu
•
hjúkrun heilabilaðra
• hjúkrun lungnasjúklinga
• starfsstellingar og vinnutækni
• sýkingavarnir
• teymisvinnu
• sorg- og sorgarviðbrögð
• bætt samskipti á vinnustöðum
Einnig er starfsfólk hvatt og stutt til að sækja námskeið og fyrirlestra
annað þegar því er við komið í starfinu.