Í dag hefur Lundur leyfi fyrir tveimur dagvistarplássum sem skiptast á milli nokkurra einstaklinga.
Markmið dagvistunar er að styðja þá einstaklinga sem geta búið heima en þarfnast eftirlits og umsjár sem eflir um leið andlega, líkamlega og félagslega færni.
Í dagvistun er boðið upp á morgunverð, hádegisverð og miðdagskaffi eftir því sem við á.
Ef viðkomandi þarf á sjúkraþjálfun að halda þá er hún í tengslum við dagvist.
Akstur í dagvist er í boði á vegum sveitarfélaga.