Markmið með iðjustofu er að:
• Auka virkni einstaklingsins
• Efla sjálfstraust einstaklingsins
• Örva samskipti með spjalli og samveru í litlum hóp
Eftir hádegi 3 daga í viku er leiðbeinandi til staðar í iðjustofu.
Leiðbeinandi sér um starfsemina, aðstoðar og viðheldur virkni einstaklingsins með
því að finna verkefni við hæfi, spjalla og hvetja til dáða.
Alltaf er heitt á könnunni og getur hópurinn drukkið saman miðdagskaffi þarna ef vill.
Gestir og gangandi koma oft í heimsókn og skapa skemmtilegt andrúmsloft með nærveru sinni.