Lundur hefur samið um læknisþjónustu við Þórir Björn Kolbeinsson
Hann ber faglega ábyrgð á læknisþjónustu við heimilismenn.
Hann kemur einu sinni í viku á laugardögum, á öðrum tímum kemur hann og lítur til íbúa eftir þörfum og í samráði við hjúkrunarfræðinga.
Ef upp koma bráð veikindi koma læknar ávallt í vitjun, meta ástand og bregðast við.
Ef heimilisfólk þarf á sérfræðiþjónustu að halda sér heimilið um að panta tíma og í flestum tilvikum sér heimilið einnig um að koma fólki á milli.
Þó er ekki óalgengt að aðstandendur sjái sjálfir um þennan þátt með meiri þátttöku í umönnun sinna nánustu sem er mjög jákvætt.
Samkvæmt rammasamning er tannlæknisþjónusta ekki kostuð af hjúkrunarheimilum og er ábyrgð íbúans sjálfs.