Sjúkraþjálfunin á Lundi
Sjúkraþjálfun Lundar er staðsett í kjallara hússins og er opin frá kl 8-16 alla virka daga.
Við sjúkraþjálfunina starfa 2 starfsmenn, Hjördís Brynjarsdóttir sjúkraþjálfari í 20 % stöðu og Pálína Auður Lárusdóttir aðstoðarmaður í 100% stöðu.
Sjúkraþjálfunin hefur það að leiðarljósi að viðhalda og efla færni heimilisfólks og með það að markmiði að hvetja til sjálfshjálpar.
Í sjúkraþjálfun gerir heimilsfólk æfingar eftir einstaklingsmiðuðu æfingaprógrammi, fær nudd, bylgjur, nálastungur, hita- og/eða kælibakstra og fleira sem sjúkraþjálfari metur að þurfi til þess að bæta og viðhalda líðan heimilisfólks.